Forsíða
Velkomin á Wikipediu,
frjálsa alfræðiritið sem allir geta unnið að.
60.820 greinar á íslensku.
Írska borgarastyrjöldin
Írska borgarastyrjöldin var háð á Írlandi frá 1922 til 1923 á milli stuðningsmanna og andstæðinga ensk-írska sáttmálans sem írskir sjálfstæðisleiðtogar höfðu samið við Breta í kjölfar írska sjálfstæðisstríðsins í desember árið 1921. Meirihluti Íra fylgdi Arthur Griffith og Michael Collins, meðlimum í fyrstu ríkisstjórn írska fríríkisins sem sáttmálinn hafði stofnsett, að málum. Minnihluti landsmanna fylgdi Éamon de Valera að málum og vildi hafna skilmálum sáttmálans. Stríðið braust út eftir að stuðningsmenn sáttmálans unnu sigur í þingkosningum árið 1922. Í stríðinu féllu um 4.000 Írar í valinn á tæpu ári. Átökunum lauk með sigri samningssinna fríríkisstjórnarinnar gegn samningsandstæðingunum.
Borgarastríðið hafði djúpstæð áhrif á stjórnmál Írlands sem enn gætir í dag. Tveir helstu stjórnmálaflokkar írska lýðveldisins, Fianna Fáil og Fine Gael, rekja uppruna sinn til stríðsaðilanna í borgarastyrjöldinni.
Vissir þú...

- … að Ameríkuvegurinn, sem nær frá Prudhoe Bay í Alaska til Ushuaia í Argentínu, er stundum sagður lengsti þjóðvegur í heimi?
- … að talið er að aðeins ein manneskja hafi nokkurn tímann borið nafnið Sigurmagnús?
- … að Mars sjálfboðaliðanna er fyrsti þjóðsöngur Kína með texta á kínversku alþýðumáli í stað klassískrar kínversku?
- … að nafn titilpersónunnar í sögunni um dr. Jekyll og hr. Hyde (sjá mynd) var fengið frá prestinum Walter Jekyll, vini höfundarins?
- … að hvalalýs halda sér utan á hval alla ævi og deyja ef þær detta af?
Fréttir

- 17. nóvember: Sheikh Hasina Wazed (sjá mynd), fyrrum forsætisráðherra Bangladess, er dæmd til dauða fyrir glæpi gegn mannúð.
- 10. nóvember: Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir af sér sem ríkislögreglustjóri.
- 4. nóvember: Zohran Mamdani er kjörinn borgarstjóri New York.
- 24. október: Catherine Connolly er kjörin forseti Írlands.
- 21. október: Sanae Takaichi verður fyrsti kvenforsætisráðherra Japans.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas
Nýleg andlát: James D. Watson (6. nóvember) • Dick Cheney (3. nóvember)
17. nóvember
- 2000 - Alberto Fujimori flaug til Tókýó og sendi afsögn sína sem forseti Perú með faxi.
- 2004 - Fimleikafélag Akureyrar var stofnað.
- 2011 - Liðhlaupar úr Sýrlandsher réðust á höfuðstöðvar Ba'ath-flokksins í Idlib-héraði.
- 2013 - 44 létust þegar Tatarstan Airlines flug 363 fórst við Kazan í Rússlandi.
- 2018 - Mótmæli gulvestunga hófust í Frakklandi.
- 2019 – Mótmælin í Hong Kong 2019-20: Lögreglu og mótmælendum lenti saman utan við Tækniháskóla Hong Kong.
- 2023 - Meðalhiti jarðar náði 2°C yfir meðalhita fyrir iðnvæðingu í fyrsta sinn í sögunni.
Systurverkefni
|
|