Fara í innihald

Eyjaálfa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eyjaálfa samkvæmt algengri skilgreiningu

Eyjaálfa er heimsálfa sem nær yfir Kyrrahafseyjar. Nákvæm skilgreining svæðisins sem heimsálfan nær yfir er ekki til sökum þess hversu stór hluti hennar er haf. Til hennar eru oft talin Ástralía og nálægar eyjar: Papúa, Nýja Sjáland og ýmsar smærri Kyrrahafseyjar. Stundum er Eyjaálfu skipt í heimshlutana Melanesíu, Míkrónesíu og Pólýnesíu. Stundum eru öll Ástralasía og Malajaeyjar talin hluti af Eyjaálfu.

Fyrstur til að stinga upp á því að gera þennan heimshluta að heimsálfu var dansk-franski landfræðingurinn Conrad Malte-Brun árið 1812. Franska heitið sem hann stakk upp á, Océanie, er dregið af gríska orðinu ὠκεανός ókeanos sem merkir „haf“. Hann sá fyrir sér að svæðið næði frá Malakkasundi í vestri að strönd Ameríku í austri og skiptist í fjóra heimshluta: Pólýnesíu (Bandaríska Samóa, Cooks-eyjar, Páskaeyja, Franska Pólýnesía, Hawaii, Nýja Sjáland, Níve, Norfolkeyja, Pitcairn, Samóa, Tókelá, Tonga, Túvalú, Wallis- og Fútúnaeyjar, Rotuma), Míkrónesíu (Palá, Míkrónesía, Kíribatí, Maríanaeyjar, Marshalleyjar, Nárú, Wake-eyja), „Malasíu“ (Indónesía, Filippseyjar, Singapúr, Brúnei, Austur-Tímor og Austur-Malasía) og Melanesíu (Ástralía, Vanúatú, Salómonseyjar, Fídjieyjar og Papúa-Nýja Gínea).

Nú eru Malajaeyjar oftar taldar til Asíu. Nýja Sjáland, Ástralía og Nýja Gínea ásamt nálægum eyjum eru oft flokkuð saman sem Ástralasía innan Eyjaálfu. Vistfræðilega er Ástralasía sérstakt vistsvæði aðgreint frá Indómalajasvæðinu í norðvestri og Eyjaálfusvæðinu í norðaustri. Miðað við þessa skilgreiningu voru íbúar Eyjaálfu rúmlega 30 milljónir árið 2005.[1]

Landfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Puncak Jaya á Nýju-Gíneu er hæsti tindur Eyjaálfu, 4.884 metrar á hæð.

Samkvæmt fjögurra heimshluta skilgreiningunni, ná eyjar Eyjaálfu frá Nýju-Gíneu í vestri, að Bonin-eyjum í norðvestri, að Hawaii í norðaustri, Páskaeyju og Sala y Gómez-eyju í austri, og Macquarie-eyju í suðri. Flestar skilgreiningar á Eyjaálfu skilgreina Taívan, Ryuku-eyjar og Japan sem hluta Asíu, þótt þær séu í Kyrrahafi. Hið sama gildir um Aleúteyjar og aðrar eyjar við Kanada og Alaska sem eru taldar með Norður-Ameríku.[2][3] Eyjar Eyjaálfu ná um það bil frá 28. breiddargráðu norður að 55. breiddargráðu suður.[4]

Eyjar Eyjaálfu eru af fjórum megingerðum: meginlandseyjar, háeyjar, kóralrif og upplyftar kóraleyjar. Háeyjar eru eldfjallaeyjar og margar þeirra hafa virk eldfjöll. Meðal þeirra eru Bougainville-eyja, Hawaii og Salómonseyjar.[5] Kóralrif í Suður-Kyrrahafi eru lágreist rif sem hafa byggst upp á basalthrauni undir yfirborði sjávar. Eitt stærsta kóralrifið er Kóralrifið mikla undan norðausturströnd Ástralíu, þar sem mörg rif tengjast í eina langa keðju. Upplyftar kóraleyjar eru oftast aðeins stærri en kóralrif. Dæmi um slíkar eyjar eru Banabaeyja og Makatea í Frönsku Pólýnesíu.[6][7]

Eyjaálfa er eitt af fimm líflandfræðilegum ríkjum á þurru landi, sem mynda helstu vistsvæði jarðar. Stundum er talað um Eyjaálfu nær sem þann hluta Vestur-Melanesíu sem hefur verið byggður í tugþúsundir ára, og Eyjaálfu fjær þar sem land var numið miklu síðar. Flestar eyjar Eyjaálfu eru í Suður-Kyrrahafi, en nokkrar liggja utan þess. Kengúrueyja og Ashmore og Cartier-eyjar eru til dæmis í Indlandshafi, og vesturströnd Tasmaníu liggur að Indlandshafi.[8]

Taflan sýnir heimshlutana og löndin í Eyjaálfu. Lönd og yfirráðasvæði í töflunni eru flokkuð miðað við heimshluta eins og Sameinuðu þjóðirnar skilgreina þá.

Merki Fáni Heiti Stærð
(km2)
Mannfjöldi
(2021)
Þéttleiki byggðar
(á km2)
Höfuðborg ISO 3166-1
Ástralasía[9]
Ástralía Ashmore og Cartier-eyjar (Ástralía) 199 0 0
Ástralía Ástralía 7.686.850 25.921.089 3,1 Canberra AU
Jólaeyja Jólaeyja (Ástralía) 135 1.692 12,5 Flying Fish Cove CX
Kókoseyjar Kókoseyjar (Ástralía) 14 593 42,4 Vesturey CC
Ástralía Kóralhafseyjar (Ástralía) 10 4 0,4
Nýja-Sjáland Nýja-Sjáland[10] 268.680 5.129.727 17,3 Wellington NZ
Norfolkeyja Norfolkeyja (Ástralía) 35 2.302 65,8 Kingston NF
Ástralasía (alls) 7.955.923 29.645.874 3,7
Melanesía[11]
Fídjí Fídjí 18.270 924.610 49,2 Suva FJ
Nýja-Kaledónía Nýja-Kaledónía (Frakkland) 19.060 287.800 14,3 Nouméa NC
Indónesía Aru-eyjaumboð, Maluku (Indónesía) 6.426 108.834 17 Dobo ID (ID-MA)
Indónesía Mið-Papúa (Indónesía) 61.073 1.431.000 23 Wanggar, Nabire-umboð ID (ID-PT)
Indónesía Hálendi Papúa (Indónesía) 51.213 1.430.500 28 Walesi, Jayawijaya-umboð ID (ID-PE)
Indónesía Papúa (Indónesía)[12] 82.681 1.035.000 13 Jayapura ID (ID-PA)
Indónesía Suður-Papúa (Indónesía) 117.849 522.200 4,4 Salor, Merauke-umboð ID (ID-PS)
Indónesía Suðvestur-Papúa (Indónesía) 39.123 621.904 16 Sorong ID (ID-PD)
Indónesía Vestur-Papúa (Indónesía)[13] 60.275 561.403 9 Manokwari ID (ID-PB)
Papúa Nýja-Gínea Papúa Nýja-Gínea[14] 462.840 9.949.437 17,5 Port Moresby PG
Salómonseyjar Salómonseyjar 28.450 707.851 21,1 Honiara SB
Vanúatú Vanúatú 12.200 319.137 22,2 Port Vila VU
Melanesía (alls) 1.000.231 14.373.536 14,4
Míkrónesía
Míkrónesía (ríki) Míkrónesía 702 113.131 149,5 Palikir FM
Gvam Gvam (Bandaríkin) 549 170.534 296,7 Hagåtña GU
Kíribatí Kíribatí 811 128.874 141,1 Suður-Tarawa KI
Marshalleyjar Marshall-eyjar 181 42.050 293,2 Majúró MH
Naúrú Naúrú 21 12.511 540,3 Yaren (de facto) NR
Norður-Maríanaeyjar Norður-Maríanaeyjar (Bandaríkin) 477 49.481 115.4 Saipan MP
Palaú Palá 458 18.024 46,9 Ngerulmud PW
Wake-eyja (Bandaríkin) 2 150 75 Wake-eyja UM
Míkrónesía (alls) 3.307 526.343 163,5
Pólýnesía
Bandaríska Samóa Bandaríska Samóa (Bandaríkin) 199 45.035 279,4 Pago Pago, Fagatogo[15] AS
Cooks-eyjar Cookseyjar 240 17.003 72,4 Avarua CK
Páskaeyja (Síle) 164 5.761 35,1 Hanga Roa CL
Franska Pólýnesía Franska Pólýnesía (Frakkland) 4.167 304.032 67,2 Papeete PF
Hawaii Hawaii (Bandaríkin) 16.636 1.360.301 81,8 Honolulu US
Bandaríkin Johnston-rif (Bandaríkin) 276,6 0 0 Johnston-rif UM
Bandaríkin Midway-rif (Bandaríkin) 2.355 39 6,37 Midway-rif UM
Niue Niue 260 1.937 6,2 Alofi NU
Pitcairn Pitcairn (Bretland) 47 47 1 Adamstown PN
Samóa Samóa 2.944 218.764 66,3 Apia WS
Tókelá Tókelá (Nýja-Sjáland) 10 1.849 128,2 Atafu (de facto) TK
Tonga Tonga 748 106.017 143,2 Núkúalófa TO
Túvalú Túvalú 26 11.204 426.8 Funafuti TV
Wallis- og Fútúnaeyjar Wallis- og Fútúnaeyjar (Frakkland) 274 11.627 43,4 Mata-Utu WF
Pólýnesía (alls) 25.715 2.047.444 79,6
Alls 8.919.530 50.099.312 5,1
Alls fyrir utan meginland Ástralíu 1.232.680 24.178.223 16,6

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir (19.9.2005). „Hvað eru margir íbúar í allri Eyjaálfu?“. Vísindavefurinn.
  2. The World and Its Peoples: Australia, New Zealand, Oceania. Greystone Press. 1966. bls. 6. Afrit af uppruna á 30 júlí 2022. Sótt 29. mars 2022.
  3. Everett-Heath, John (2017). The Concise Dictionary of World Place Names. Oxford: Oxford University Press. ISBN 978-0-19-255646-2. Sótt 8 júlí 2022.
  4. „Oceania Latitude Longitude“. WorldAtlas.com. Sótt 19.9.2025.
  5. Gillespie, Rosemary G.; Clague, David A. (2009). Encyclopedia of Islands. University of California Press. bls. 706. ISBN 978-0-520-25649-1. Afrit af uppruna á 20 apríl 2016. Sótt 30 júlí 2022.
  6. „Coral island“. Encyclopædia Britannica. Afrit af upprunalegu geymt þann 27 apríl 2015. Sótt 22 júní 2013.
  7. „Nauru“. Charting the Pacific. Afrit af upprunalegu geymt þann 18 maí 2013. Sótt 22 júní 2013.
  8. Ben Finney (1994). „The Other One-Third of the Globe“. Journal of World History. 5 (2, Fall).
  9. Umfang Ástralasíu er misjafnt eftir höfundum. Hér nær hún yfir Ástralíu og Nýja-Sjáland.
  10. Nýja-Sjáland er oft flokkað með Pólýnesíu fremur en Ástralasíu.
  11. Inniheldur ekki eyjar í Suðaustur-Asíu sem stundum eru flokkaðar innan Melanesíu.
  12. „UNDANG-UNDANG REPUBLIK INDONESIA NOMOR 21 TAHUN 2001 TENTANG OTONOMI KHUSUS BAGI PROVINSI PAPUA“ (PDF). 12 júlí 2017. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 12 júlí 2017. Sótt 16. mars 2019.
  13. Vestur-Papúa var skilið frá Papúa árið 2003.
  14. Papúa Nýja-Gínea er ýmist skilgreind sem hluti Melanesíu, Ástralasíu eða Malajaeyja í Suðaustur-Asíu.
  15. Fagatogo er stjórnarsetur.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.