Eyjaálfa

Eyjaálfa er heimsálfa sem nær yfir Kyrrahafseyjar. Nákvæm skilgreining svæðisins sem heimsálfan nær yfir er ekki til sökum þess hversu stór hluti hennar er haf. Til hennar eru oft talin Ástralía og nálægar eyjar: Papúa, Nýja Sjáland og ýmsar smærri Kyrrahafseyjar. Stundum er Eyjaálfu skipt í heimshlutana Melanesíu, Míkrónesíu og Pólýnesíu. Stundum eru öll Ástralasía og Malajaeyjar talin hluti af Eyjaálfu.
Fyrstur til að stinga upp á því að gera þennan heimshluta að heimsálfu var dansk-franski landfræðingurinn Conrad Malte-Brun árið 1812. Franska heitið sem hann stakk upp á, Océanie, er dregið af gríska orðinu ὠκεανός ókeanos sem merkir „haf“. Hann sá fyrir sér að svæðið næði frá Malakkasundi í vestri að strönd Ameríku í austri og skiptist í fjóra heimshluta: Pólýnesíu (Bandaríska Samóa, Cooks-eyjar, Páskaeyja, Franska Pólýnesía, Hawaii, Nýja Sjáland, Níve, Norfolkeyja, Pitcairn, Samóa, Tókelá, Tonga, Túvalú, Wallis- og Fútúnaeyjar, Rotuma), Míkrónesíu (Palá, Míkrónesía, Kíribatí, Maríanaeyjar, Marshalleyjar, Nárú, Wake-eyja), „Malasíu“ (Indónesía, Filippseyjar, Singapúr, Brúnei, Austur-Tímor og Austur-Malasía) og Melanesíu (Ástralía, Vanúatú, Salómonseyjar, Fídjieyjar og Papúa-Nýja Gínea).
Nú eru Malajaeyjar oftar taldar til Asíu. Nýja Sjáland, Ástralía og Nýja Gínea ásamt nálægum eyjum eru oft flokkuð saman sem Ástralasía innan Eyjaálfu. Vistfræðilega er Ástralasía sérstakt vistsvæði aðgreint frá Indómalajasvæðinu í norðvestri og Eyjaálfusvæðinu í norðaustri. Miðað við þessa skilgreiningu voru íbúar Eyjaálfu rúmlega 30 milljónir árið 2005.[1]
Landfræði
[breyta | breyta frumkóða]
Samkvæmt fjögurra heimshluta skilgreiningunni, ná eyjar Eyjaálfu frá Nýju-Gíneu í vestri, að Bonin-eyjum í norðvestri, að Hawaii í norðaustri, Páskaeyju og Sala y Gómez-eyju í austri, og Macquarie-eyju í suðri. Flestar skilgreiningar á Eyjaálfu skilgreina Taívan, Ryuku-eyjar og Japan sem hluta Asíu, þótt þær séu í Kyrrahafi. Hið sama gildir um Aleúteyjar og aðrar eyjar við Kanada og Alaska sem eru taldar með Norður-Ameríku.[2][3] Eyjar Eyjaálfu ná um það bil frá 28. breiddargráðu norður að 55. breiddargráðu suður.[4]
Eyjar Eyjaálfu eru af fjórum megingerðum: meginlandseyjar, háeyjar, kóralrif og upplyftar kóraleyjar. Háeyjar eru eldfjallaeyjar og margar þeirra hafa virk eldfjöll. Meðal þeirra eru Bougainville-eyja, Hawaii og Salómonseyjar.[5] Kóralrif í Suður-Kyrrahafi eru lágreist rif sem hafa byggst upp á basalthrauni undir yfirborði sjávar. Eitt stærsta kóralrifið er Kóralrifið mikla undan norðausturströnd Ástralíu, þar sem mörg rif tengjast í eina langa keðju. Upplyftar kóraleyjar eru oftast aðeins stærri en kóralrif. Dæmi um slíkar eyjar eru Banabaeyja og Makatea í Frönsku Pólýnesíu.[6][7]
Eyjaálfa er eitt af fimm líflandfræðilegum ríkjum á þurru landi, sem mynda helstu vistsvæði jarðar. Stundum er talað um Eyjaálfu nær sem þann hluta Vestur-Melanesíu sem hefur verið byggður í tugþúsundir ára, og Eyjaálfu fjær þar sem land var numið miklu síðar. Flestar eyjar Eyjaálfu eru í Suður-Kyrrahafi, en nokkrar liggja utan þess. Kengúrueyja og Ashmore og Cartier-eyjar eru til dæmis í Indlandshafi, og vesturströnd Tasmaníu liggur að Indlandshafi.[8]
Íbúar
[breyta | breyta frumkóða]Taflan sýnir heimshlutana og löndin í Eyjaálfu. Lönd og yfirráðasvæði í töflunni eru flokkuð miðað við heimshluta eins og Sameinuðu þjóðirnar skilgreina þá.
| Merki | Fáni | Heiti | Stærð (km2) |
Mannfjöldi (2021) |
Þéttleiki byggðar (á km2) |
Höfuðborg | ISO 3166-1 |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Ástralasía[9] | |||||||
| Ashmore og Cartier-eyjar (Ástralía) | 199 | 0 | 0 | ||||
| Ástralía | 7.686.850 | 25.921.089 | 3,1 | Canberra | AU | ||
| Jólaeyja (Ástralía) | 135 | 1.692 | 12,5 | Flying Fish Cove | CX | ||
| Kókoseyjar (Ástralía) | 14 | 593 | 42,4 | Vesturey | CC | ||
| Kóralhafseyjar (Ástralía) | 10 | 4 | 0,4 | ||||
| Nýja-Sjáland[10] | 268.680 | 5.129.727 | 17,3 | Wellington | NZ | ||
| Norfolkeyja (Ástralía) | 35 | 2.302 | 65,8 | Kingston | NF | ||
| Ástralasía (alls) | 7.955.923 | 29.645.874 | 3,7 | ||||
| Melanesía[11] | |||||||
| Fídjí | 18.270 | 924.610 | 49,2 | Suva | FJ | ||
| Nýja-Kaledónía (Frakkland) | 19.060 | 287.800 | 14,3 | Nouméa | NC | ||
| Aru-eyjaumboð, Maluku (Indónesía) | 6.426 | 108.834 | 17 | Dobo | ID (ID-MA) | ||
| Mið-Papúa (Indónesía) | 61.073 | 1.431.000 | 23 | Wanggar, Nabire-umboð | ID (ID-PT) | ||
| Hálendi Papúa (Indónesía) | 51.213 | 1.430.500 | 28 | Walesi, Jayawijaya-umboð | ID (ID-PE) | ||
| Papúa (Indónesía)[12] | 82.681 | 1.035.000 | 13 | Jayapura | ID (ID-PA) | ||
| Suður-Papúa (Indónesía) | 117.849 | 522.200 | 4,4 | Salor, Merauke-umboð | ID (ID-PS) | ||
| Suðvestur-Papúa (Indónesía) | 39.123 | 621.904 | 16 | Sorong | ID (ID-PD) | ||
| Vestur-Papúa (Indónesía)[13] | 60.275 | 561.403 | 9 | Manokwari | ID (ID-PB) | ||
| Papúa Nýja-Gínea[14] | 462.840 | 9.949.437 | 17,5 | Port Moresby | PG | ||
| Salómonseyjar | 28.450 | 707.851 | 21,1 | Honiara | SB | ||
| Vanúatú | 12.200 | 319.137 | 22,2 | Port Vila | VU | ||
| Melanesía (alls) | 1.000.231 | 14.373.536 | 14,4 | ||||
| Míkrónesía | |||||||
| Míkrónesía | 702 | 113.131 | 149,5 | Palikir | FM | ||
| Gvam (Bandaríkin) | 549 | 170.534 | 296,7 | Hagåtña | GU | ||
| Kíribatí | 811 | 128.874 | 141,1 | Suður-Tarawa | KI | ||
| Marshall-eyjar | 181 | 42.050 | 293,2 | Majúró | MH | ||
| Naúrú | 21 | 12.511 | 540,3 | Yaren (de facto) | NR | ||
| Norður-Maríanaeyjar (Bandaríkin) | 477 | 49.481 | 115.4 | Saipan | MP | ||
| Palá | 458 | 18.024 | 46,9 | Ngerulmud | PW | ||
| Wake-eyja (Bandaríkin) | 2 | 150 | 75 | Wake-eyja | UM | ||
| Míkrónesía (alls) | 3.307 | 526.343 | 163,5 | ||||
| Pólýnesía | |||||||
| Bandaríska Samóa (Bandaríkin) | 199 | 45.035 | 279,4 | Pago Pago, Fagatogo[15] | AS | ||
| Cookseyjar | 240 | 17.003 | 72,4 | Avarua | CK | ||
| Páskaeyja (Síle) | 164 | 5.761 | 35,1 | Hanga Roa | CL | ||
| Franska Pólýnesía (Frakkland) | 4.167 | 304.032 | 67,2 | Papeete | PF | ||
| Hawaii (Bandaríkin) | 16.636 | 1.360.301 | 81,8 | Honolulu | US | ||
| Johnston-rif (Bandaríkin) | 276,6 | 0 | 0 | Johnston-rif | UM | ||
| Midway-rif (Bandaríkin) | 2.355 | 39 | 6,37 | Midway-rif | UM | ||
| Niue | 260 | 1.937 | 6,2 | Alofi | NU | ||
| Pitcairn (Bretland) | 47 | 47 | 1 | Adamstown | PN | ||
| Samóa | 2.944 | 218.764 | 66,3 | Apia | WS | ||
| Tókelá (Nýja-Sjáland) | 10 | 1.849 | 128,2 | Atafu (de facto) | TK | ||
| Tonga | 748 | 106.017 | 143,2 | Núkúalófa | TO | ||
| Túvalú | 26 | 11.204 | 426.8 | Funafuti | TV | ||
| Wallis- og Fútúnaeyjar (Frakkland) | 274 | 11.627 | 43,4 | Mata-Utu | WF | ||
| Pólýnesía (alls) | 25.715 | 2.047.444 | 79,6 | ||||
| Alls | 8.919.530 | 50.099.312 | 5,1 | ||||
| Alls fyrir utan meginland Ástralíu | 1.232.680 | 24.178.223 | 16,6 | ||||
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir (19.9.2005). „Hvað eru margir íbúar í allri Eyjaálfu?“. Vísindavefurinn.
- ↑ The World and Its Peoples: Australia, New Zealand, Oceania. Greystone Press. 1966. bls. 6. Afrit af uppruna á 30 júlí 2022. Sótt 29. mars 2022.
- ↑ Everett-Heath, John (2017). The Concise Dictionary of World Place Names. Oxford: Oxford University Press. ISBN 978-0-19-255646-2. Sótt 8 júlí 2022.
- ↑ „Oceania Latitude Longitude“. WorldAtlas.com. Sótt 19.9.2025.
- ↑ Gillespie, Rosemary G.; Clague, David A. (2009). Encyclopedia of Islands. University of California Press. bls. 706. ISBN 978-0-520-25649-1. Afrit af uppruna á 20 apríl 2016. Sótt 30 júlí 2022.
- ↑ „Coral island“. Encyclopædia Britannica. Afrit af upprunalegu geymt þann 27 apríl 2015. Sótt 22 júní 2013.
- ↑ „Nauru“. Charting the Pacific. Afrit af upprunalegu geymt þann 18 maí 2013. Sótt 22 júní 2013.
- ↑ Ben Finney (1994). „The Other One-Third of the Globe“. Journal of World History. 5 (2, Fall).
- ↑ Umfang Ástralasíu er misjafnt eftir höfundum. Hér nær hún yfir Ástralíu og Nýja-Sjáland.
- ↑ Nýja-Sjáland er oft flokkað með Pólýnesíu fremur en Ástralasíu.
- ↑ Inniheldur ekki eyjar í Suðaustur-Asíu sem stundum eru flokkaðar innan Melanesíu.
- ↑ „UNDANG-UNDANG REPUBLIK INDONESIA NOMOR 21 TAHUN 2001 TENTANG OTONOMI KHUSUS BAGI PROVINSI PAPUA“ (PDF). 12 júlí 2017. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 12 júlí 2017. Sótt 16. mars 2019.
- ↑ Vestur-Papúa var skilið frá Papúa árið 2003.
- ↑ Papúa Nýja-Gínea er ýmist skilgreind sem hluti Melanesíu, Ástralasíu eða Malajaeyja í Suðaustur-Asíu.
- ↑ Fagatogo er stjórnarsetur.