Dódóma
Útlit
Dódóma
Jiji la Dodoma (svahílí) | |
|---|---|
Dómkirkja Dódómu | |
| Hnit: 6°11′0.6″S 35°44′45.6″A / 6.183500°S 35.746000°A | |
| Land | |
| Flatarmál | |
| • Samtals | 2.576 km2 |
| Hæð yfir sjávarmáli | 1.120 m |
| Mannfjöldi (2022)[1] | |
| • Samtals | 765.179 |
| • Þéttleiki | 300/km2 |
| Tímabelti | UTC+03:00 (EAT) |
| Svæðisnúmer | 026 |
| Vefsíða | www |
Dódóma er opinber höfuðborg Tansaníu og höfuðstaður Dódómahéraðs. Íbúafjöldi var um 765 þúsund árið 2022.[1]
Árið 1973 var ákveðið að færa höfuðborgina frá Dar es Salaam til Dódómu þar sem hún er meira miðsvæðis. Þjóðþing Tansaníu flutti þangað árið 1996 en margar stofnanir eru enn í gömlu höfuðborginni.
Upphaf borgarinnar má rekja til nýlenduáhrifa Þjóðverja þegar þeir voru að byggja upp járnbrautakerfi í Tansaníu. Þegar ákveðið var að flytja höfuðborgina þá var það hluti af stærri áætlun um efnahagslega uppbyggingu svæðisins; áætlun upp á um 200 milljónir punda sem átti að taka tíu ár. Allt frá byrjun 20. aldar höfðu verið uppi hugmyndir um að Dódóma að höfuðborg.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- 1 2 „2012 The United Republic of Tanzania Population and Housing Census“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13 apríl 2014. Sótt 12. mars 2014.