Cardiff
Útlit
	
	
| Cardiff Caerdydd (velska) | |
|---|---|
|  Svipmyndir | |
| Hnit: 51°28′54″N 3°10′45″V / 51.48167°N 3.17917°V | |
| Ríki |  Bretland | 
| Land |  Wales | 
| Flatarmál | |
| • Samtals | 141 km2 | 
| Mannfjöldi  (2024)[1] | |
| • Samtals | 383.919 | 
| • Þéttleiki | 2.700/km2 | 
| Tímabelti | UTC+00:00 (GMT) | 
| • Sumartími | UTC+01:00 (BST) | 
| Vefsíða | www | 

Cardiff (velska: Caerdydd) er höfuðborg Wales á Bretlandi. Hún er stærsta borg í Wales og er í Glamorgansýslu. Cardiff var stofnuð árið 1905 og árið 1955 varð hún höfuðborg Wales. Árið 2024 bjuggu 383.919 manns í borginni.[1]
Á 19. öld var Cardiff lítill bær. Þá hófst kolanámugröftur og bærinn stækkaði og varð að þeirri borg sem hún er í dag. Í Cardiff er töluverð sjónvarpsþáttagerð, þar eru t.d. Doctor Who og Torchwood teknir upp.
Borgin Newport er 19 km. norðaustur af Cardiff. Á stórborgarsvæði borganna búa 1,1 milljón manns (2011).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- 1 2 „Mid-Year Population Estimates, United Kingdom, June 2024“. Office for National Statistics. 26. september 2025. Sótt 26. september 2025.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Cardiff.
 
	






