Hanja
Hanja (kóreska: 한자; Hanja: 漢字), einnig skrifað Hancha, eru kínversk tákn sem notuð eru til að rita kóresku. Eftir að táknin voru flutt til Kóreu til að rita bókmenntakínversku (klassíska kínversku), voru þau aðlöguð að ritun kóresku allt frá tímum Gojoseon.
Hanjaeo (한자어; 漢字語) vísar til sínó-kóresks orðaforða, sem hægt er að rita með Hanja, og hanmun (한문; 漢文) vísar til ritunar á klassískri kínversku, þó að hugtakið Hanja sé stundum einnig notað yfir bæði þessi fyrirbæri. Þar sem Hanja-tákn hafa aldrei gengist undir stórar umbætur líkjast þau mjög hefðbundnum kínverskum og hefðbundnum japönskum táknum, þótt strokuröð sumra tákna sé örlítið frábrugðin. Dæmi um þetta eru táknin 教 og 敎, sem og 研 og 硏.[1] Aðeins fáein Hanja-tákn hafa verið breytt eða eru einstök fyrir kóresku; flest þeirra eru eins og hefðbundin kínversk tákn. Aftur á móti hafa mörg kínversk tákn sem nú eru notuð í meginlandi Kína, Malasíu og Singapúr verið einfalduð og hafa færri strokur en samsvarandi Hanja-tákn.
Fram á nútímann voru kóresk skjöl, sagnfræði, bókmenntir og skrár aðallega rituð á bókmenntakínversku, með Hanja sem aðalritkerfi. Strax árið 1446 setti Sejong mikli konungur fram Hangúl (einnig kallað Chosŏn'gŭl í Norður-Kóreu) með útgáfu Hunminjeongeum. Hangúl náði þó ekki almennri opinberri notkun fyrr en seint á 19. og snemma á 20. öld.[2][3] Því er kunnátta í kínverskum táknum nauðsynleg til að stunda nám í kóreskri sögu. Orðsifjar sínó-kóreskra orða endurspeglast í Hanja.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Korean Hanja Characters“. SayJack. Sótt 4 nóvember 2017.
- ↑ 알고 싶은 한글. National Institute of Korean Language. Sótt 22. mars 2018.
- ↑ Fischer, Stephen Roger (4 apríl 2004). A History of Writing. Globalities. London: Reaktion Books. bls. 189–194. ISBN 1-86189-101-6. Sótt 3 apríl 2009.
- ↑ Byon, Andrew Sangpil (2017). Modern Korean Grammar: A Practical Guide. Taylor & Francis. bls. 3–18. ISBN 978-1351741293.