Kína
| Alþýðulýðveldið Kína | |
| 中华人民共和国 Zhōnghuá Rénmín Gònghéguó | |
| Fáni | Skjaldarmerki |
| Þjóðsöngur: Mars sjálfboðaliðanna | |
| Höfuðborg | Peking |
| Opinbert tungumál | Kínverska |
| Stjórnarfar | Flokksræði |
| Forseti | Xi Jinping |
| Forsætisráðherra | Li Qiang |
| Sjálfstæði | |
| • Fyrsta keisaraveldið | 221 f.o.t. |
| • Lýðveldið Kína | 1. janúar 1912 |
| • Alþýðulýðveldið Kína | 1. október 1949 |
| Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
4. sæti 9.596.961 km² 2,8 |
| Mannfjöldi • Samtals (2024) • Þéttleiki byggðar |
2. sæti 1.408.280.000 147/km² |
| VLF (KMJ) | áætl. 2025 |
| • Samtals | 40.716 millj. dala (1. sæti) |
| • Á mann | 28.978 dalir (72. sæti) |
| VÞL (2023) | |
| Gjaldmiðill | Renminbi (júan) |
| Tímabelti | UTC+8 |
| Þjóðarlén | .cn |
| Landsnúmer | +86 |
Alþýðulýðveldið Kína (kínverska: 中华人民共和国; pinyin: Zhōnghuá Rénmín Gònghéguó) nær yfir megnið af því svæði sem í menningarlegu, landfræðilegu og sögulegu samhengi hefur verið kallað Kína (中国 Zhōngguó „Miðríkið“). Allt frá stofnun þess árið 1949 hefur ríkið verið undir stjórn Kommúnistaflokks Kína. Það er annað fjölmennasta ríki veraldar með yfir 1,4 milljarða íbúa sem flestir teljast til Hankínverja.[1] Það er stærsta ríki Austur-Asíu að flatarmáli og það fjórða stærsta í heiminum. Ríkið á landamæri að fjórtán ríkjum: Afganistan, Bútan, Indlandi, Kasakstan, Kirgistan, Laos, Mongólíu, Mjanmar, Nepal, Norður-Kóreu, Pakistan, Rússlandi, Tadsíkistan og Víetnam. Höfuðborgin er Peking, en Sjanghaí er stærsta borgin og fjármálamiðstöð landsins.
Alþýðulýðveldið gerir tilkall til Taívan og nærliggjandi eyja sem í raun lúta þó stjórn Lýðveldisins Kína. Hugtakið „meginland Kína“ er stundum notað til að lýsa Alþýðulýðveldinu og þá eru Hong Kong og Makaó yfirleitt ekki talin með sökum sérstöðu þeirra. Einnig gengur þessi hluti Kína undir nafninu „Rauða Kína“, yfirleitt á meðal andstæðinga eða gagnrýnenda þess. Þar sem Alþýðulýðveldið ræður yfir yfirgnæfandi meirihluta sögulegs landsvæðis Kínverja er það í daglegu tali yfirleitt einfaldlega kallað Kína og Lýðveldið Kína einfaldlega Taívan.
Kína er oft talið ein af sex vöggum siðmenningar í heiminum. Menn tóku að setjast þar að á fornsteinöld. Seint á 2. árþúsundinu f.o.t. komu fyrstu konungsríkin fram í árdal Gulár. Frá 8. til 3. aldar f.o.t. dróst Zhou-veldið saman um leið og ný tegund stjórnsýslu og hernaðartækni litu dagsins ljós. Á þeim tíma hófst klassíska tímabilið í bókmenntum, heimspeki og sagnaritun. Árið 221 f.o.t. var Kína sameinað undir keisara sem markar upphaf kínverskra keisaravelda sem telja meðal annars Qin-veldið, Hanveldið, Tangveldið, Júanveldið, Mingveldið og Tjingveldið. Kínversk menning blómstraði og hafði mikil áhrif á heimshlutann með útbreiðslu byssupúðurs, pappírsgerðar, Silkiveginum, og Kínamúrnum. Seint á 19. öld tóku Evrópuveldin að sækjast eftir aðstöðu í Kína og neyddu keisarastjórnina til að veita sér heimild til að koma þar upp aðstöðu. Eftir áratuga hnignunarskeið var Tjingveldinu steypt af stóli í Xinhai-byltingunni 1911 og Lýðveldið Kína var stofnað árið eftir.
Undir stjórn Beiyang-stjórarinnar var landið óstöðugt og klofnaði á endanum á Stríðsherratímabilinu. Því tímabili lauk þegar her Kuomintang sameinaði landið á ný eftir Norðurförina. Kínverska borgarastyrjöldin hófst árið 1927 þegar her Kuomintang framdi fjöldamorð á meðlimum Kínverska kommúnistaflokksins. Kommúnistar hófu þá skæruhernað gegn stjórn þjóðernissinna undir forystu Kuomintang. Þegar Japanar gerðu innrás í Kína árið 1937, mynduðu kommúnistar, undir forystu Mao Zedong, og Kuomintang, bandalag til að berjast gegn Japönum. Annað stríð Kína og Japans endaði með sigri Kínverja, en kommúnistar og Kuomintang hófu borgarastríðið á ný um leið og Japanar hörfuðu. Árið 1949 tryggðu kommúnistar sér yfirráð yfir stærstum hluta landsins og lýstu yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Stjórn Kuomintang hörfaði til eyjunnar Taívan. Landið var því klofið og báðar stjórnirnar gerðu tilkall til þess að teljast eina lögmæta stjórn landsins. Eftir jarðaumbætur í upphafi fóru tilraunir kommúnista til að koma á efnahagsstjórn í anda sósíalisma illa. Stóra stökkið fram á við olli hungursneyðinni miklu þar sem milljónir Kínverja létu lífið, og Menningarbyltingin einkenndist af pólitísku umróti og ofsóknum í nafni maóískrar lýðhyggju.[2] Eftir klofning Kína og Sovétríkjanna tóku Kínverjar upp nánara stjórnmálasamband við Bandaríkin 1972. Árið 1978 hófust efnahagsumbætur sem færðu efnahagsstjórn Kína frá áætlunarbúskap að markaðsbúskap og lögðu grunn að miklum hagvexti. Kröfur um lýðræðisumbætur stöðvuðust hins vegar þegar mótmælin á Torgi hins himneska friðar 1989 voru barin niður af hörku.[3]
Kína er einingarríki og kommúnistaríki undir stjórn Kínverska kommúnistaflokksins sem skilgreinir landið sem sósíalískt ríki. Það er eitt af fimm fastaríkjum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðunum var áður skipað fulltrúa Taívans til 1971 þegar fulltrúi Alþýðulýðveldisins Kína tók við sætinu. Kína er stofnaðili að ýmsum svæðissamtökum eins og Innviðafjárfestingabanka Asíu, Silkivegssjóðnum, Nýþróunarbankanum og RCEP-fríverslunarsamningnum. Kína á aðild að G20, Efnahagssamvinnu Asíu- og Kyrrahafsríkja, Sjanghaísamstarfsstofnuninni og Leiðtogafundi Austur-Asíuríkja. Hagkerfi Kína myndar um fimmtung heimshagkerfisins og er stærsta hagkerfi heims kaupmáttarjafnað. Kína er annað auðugasta ríki heims á eftir Bandaríkjunum, en situr fremur lágt á listum eftir lýðræði, mannréttindum og trúfrelsi.[4] Landið hefur verið með einn mesta hagvöxt á heimsvísu og er stærsta framleiðsluland og útflutningsland heims, og annað mesta innflutningsland heims. Kína er kjarnorkuveldi og býr yfir fjölmennasta fastaher heims og er í öðru sæti yfir lönd eftir framlögum til varnarmála. Kína er stórveldi og hefur verið lýst sem rísandi risaveldi.[5][6] Kína er þekkt fyrir matargerð og menningu,[7] líffjölbreytni, og annan mesta fjölda heimsminja á eftir Ítalíu, eða 60.[8]
Heiti
[breyta | breyta frumkóða]Heitið Kína hefur verið notað í ýmsum Evrópumálum frá því á 16. öld, en var ekki notað af Kínverjum sjálfum yfir land sitt á þeim tíma. Heitið barst til Evrópu með portúgölskum ferðalöngum til Indlands, þar sem það er dregið af orðinu Chīna í sanskrít.[9] Á miðöldum kom Kína fyrir í evrópskum heimildum sem Kataí, úr mongólsku heiti landsins sem Kitanar lögðu undir sig í norðurhluta Kína á 10. öld (Kara Kitai). Þaðan barst heitið með arabískum og rússneskum ritum til Evrópu. Marco Polo notar til dæmis það heiti í bók sinni Il Milione yfir ríki stórkansins.
Heitið Kína kemur fyrir í dagbók Duarte Barbosa frá 1516 sem o Grande Reino da China.[10][9] Þetta heiti kemur fyrir í íslenskum ritum frá 17. öld sem Sína eins og í latínu, Kín eða Kína. Uppruni orðsins appelsína, sem kemur úr lágþýsku, er til dæmis „Kína-epli“. Heitið sem Barbosa notaði var fengið úr persnesku, Chīn (چین), sem aftur var dregið af sanskrít, Cīna (चीन).[11] Orðið Cīna kemur fyrir í fornum helgiritum Hindúa eins og Mahābhārata (5. öld f.o.t.) og Manusmṛti (2. öld f.o.t.).[12] Árið 1655 stakk Martino Martini upp á því að orðið væri upphaflega dregið af heiti Qin-veldisins (221-206 f.o.t.).[13][12] Indverskir textar sem nota orðið eru eldri en Qin-veldið, en þessi uppruni er samt gefinn upp af ýmsum heimildum.[14] Aðrar kenningar rekja orðið í sanskrít til heita Yelang eða ríkisins Chu.[12][15]
Opinbert heiti nútímaríkisins er „Alþýðulýðveldið Kína“ (中华人民共和国 Zhōnghuá Rénmín Gònghéguó). Stutta myndin er Zhōngguó (中国), dregið af zhōng („mið-“) og guó („ríki“), hugtak sem varð til á tímum Vestur-Zhou sem vísun í yfirráðasvæði þeirra. Heitið var síðan látið ná yfir svæðið í kringum Luoyi (nú Luoyang) á tímum Austur-Zhou, og síðan yfir Miðsléttuna. Síðar var það stundum notað sem heiti yfir ríkið á tímum Tjingveldisins.[16] Það var oft notað sem menningarlegt hugtak til að aðgreina þjóðina Huaxia frá öðrum sem álitnir voru „barbarar“.[16] Nafnið Zhongguo hefur þannig líka verið þýtt sem „Miðríkið“ í Evrópumálum.[17] Alþýðulýðveldið Kína er stundum kallað Meginlands-Kína til aðgreiningar frá Lýðveldinu Kína.[18][19][20][21]
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Mongólsk yfirráð
[breyta | breyta frumkóða]Í byrjun 13. aldar hófu Mongólar undir forystu Djengis Khan að leggja undir sig Kína. Djengis Khan lagði undir sig stóran hluta norður Kína en sonur hans og barnabarn lögðu síðar undir sig suðurhluta Kína. Mongólaveldið varð mjög stórt og náði frá Víetnam og Kóreuskaganum í austri til Ungverjalands í vestri. Mongólaveldið klofnaði eftir dauða Kúblaí Khan en afkomendur hans ríktu yfir Kína allt til ársins 1368 og þá lauk yfirráðum mongóla yfir Kína.[22]
Landfræði
[breyta | breyta frumkóða]
Land Kína er mjög stórt og fjölbreytt. Það nær frá Góbíeyðimörkinni og Talkamakan í þurru norðri, að hlýtempruðum skógum í röku suðrinu. Fjallgarðarnir Himalajafjöll, Karakoramfjöll, Pamírfjöll og Tian Shan skilja milli Kína og Suður-Asíu og Mið-Asíu. Jangtsefljót og Gulá, þriðja og sjötta lengsta fljót jarðar, renna frá Tíbet að þéttbýlu austurströndinni. Strandlengja Kína við Kyrrahaf er 14.500 km að lengd og markast af Bóhaíhafi, Gulahafi, Austur-Kínahafi og Suður-Kínahafi. Kína tengist Evrasíusteppunni við landamærin að Kasakstan.
Landsvæði Kína liggur á milli 18. og 54. breiddargráðu norður, og 54. og 73. lengdargráðu austur. Landfræðileg miðja Kína er við 35°50′40.9″N 103°27′7.5″A / 35.844694°N 103.452083°A. Landslag í Kína er mjög fjölbreytt. Í austri, við strendur Gulahafs og Austur-Kínahafs, eru þéttbýlar flóðsléttur, en á mongólsku hásléttunni í norðri, er gresja ríkjandi. Í suðurhluta Kína eru hæðir og lágir fjallgarðar, meðan miðausturhlutinn hefur árósa tveggja stærstu fljóta landsins: Gulár og Jangtse. Aðrar stórar ár eru Xi-fljót, Mekong, Bramapútra og Amúrfljót. Í vestri eru helstu fjallgarðar landsins, eins og Himalajafjöll. Hásléttur í norðri innihalda sum af þurrustu svæðum jarðar, eins og Taklamakan og Góbíeyðimörkina. Hæsti tindur heims, Everestfjall (8.848 metrar) liggur á landamærum Kína að Nepal.[23] Lægsti punkturinn og þriðji lægsti punktur heims, er í uppþornuðu Ayding-vatni (-154 metrar) í Turpandældinni.[24]
Þótt Kína spanni ígildi fimm tímabelta (frá UTC+5 til UTC+9) notast ríkið við eitt tímabelti, kínverskan staðaltíma (UTC+8).[25][26] Stefna um samræmdan tíma var tekin upp árið 1949.[25]
Stjórnmál
[breyta | breyta frumkóða]Alþýðulýðveldið Kína er flokksræðisríki undir stjórn Kínverska kommúnistaflokksins. Kommúnistaflokkurinn lýsir hugmyndafræði sinni sem „sósísalisma með kínverskum einkennum“,[27] sem er kínverskur marxismi.[28] Stjórnarskrá Kína skilgreinir Alþýðulýðveldið sem sósíalískt ríki undir alræði alþýðunnar sem stjórnað er af verkalýðnum og byggist á bandalagi verkamanna og bænda. Hún segir að stofnanir ríkisins skuli starfa samkvæmt lýðræðislegri miðstýringu[29] og að helstu einkenni sósíalisma með kínverskum einkennum sé leiðtogahlutverk Kínverska kommúnistaflokksins.[30]
Opinberlega skilgreinir Kommúnistaflokkurinn stjórnarfar í Kína sem lýðræði, eða „lýðræði fólksins í heildarferlinu“ (þar sem átt er við lýðræðislega ákvarðanatöku í nefndum og ráðum stjórnsýslunnar),[31] en stjórn landsins er samt almennt lýst sem alræðisstjórn.[32][33] Þar eru einhverjar ströngustu takmarkanir heims á mörgum sviðum félagsmála, sérstaklega fjölmiðlafrelsi, trúfrelsi, félagafrelsi, fundafrelsi og frjálsu aðgengi að Internetinu.[34] Kína sat í 145. sæti af 167 löndum á lýðræðisvísitölu The Economist árið 2024.[35] Aðrir telja að hugtakið „alræðisstjórn“ sé ekki nægjanlega lýsandi fyrir fjölda samráðsferla sem eiga sér stað í kínverska stjórnkerfinu.[36]
Stjórnsýslueiningar
[breyta | breyta frumkóða]Alþýðulýðveldið Kína er samkvæmt stjórnarskrá einingarríki sem skiptist í 23 héruð, fimm sjálfstjórnarhéruð þar sem tilteknir upprunahópar búa, og fjögur sveitarfélög undir beinni stjórn. Saman eru þessi landsvæði kölluð „Meginlands-Kína“. Auk þeirra eru tvö sérstjórnarhéruð (Hong Kong og Makaó).[37] Alþýðulýðveldið gerir tilkall til Taívan og lítur svo á að eyjan Taívan sé sérstakt hérað innan Alþýðulýðveldisins, en að eyjarnar Kinmen og Matsueyjar séu hlutar af héraðinu Fujian. Aðrar eyjar undir stjórn Lýðveldisins Kína eru formlega skilgreindar sem hlutar héraðanna Hainan og Guangdong.[38][39] Landfræðilega er meginlandi Kína skipt í sex hluta: Norður-Kína, Austur-Kína, Suðvestur-Kína, Syðri Mið-Kína, Norðaustur-Kína, og Norðvestur-Kína.[40]
| Héruð (省) | |
|---|---|
| Tilkall |
Taívanhérað (台湾省), undir stjórn Lýðveldisins Kína |
| Sjálfstjórnarhéruð (自治区) |
|
| Sveitarfélög (直辖市) | |
| Sérstjórnarhéruð (特别行政区) |
Stærstu borgir
[breyta | breyta frumkóða]Borgarvæðing hefur aukist samhliða auknum íbúafjölda og efnahagsuppgangi. Erfitt getur verið að ákvarða íbúafjölda borga, bæði vegna ákvörðunar borgarmarka (sbr. Chongqing sem er bæði sveitarfélag og stórt hérað) og vegna stöðugs straums farandverkafólks til stærri borga. Eftirfarandi listi sýnir nokkrar stærstu borgirnar eftir áætluðum íbúafjölda innan borgarmarka og innan stjórnsýslueiningar til samanburðar.[41]
| Borg | Stjórnsýslustig | Íbúafjöldi borgarkjarna (2020) | Heildaríbúafjöldi á
stjórnsýslustigi borgar (2020) |
|---|---|---|---|
| Sjanghæ | hérað | 18.542.200 | 26.808.537 |
| Peking | hérað | 17.430.000 | 20.318.910 |
| Guangzhou | Sveitarfélag | 13.189.556 | 15.000.000 |
| Shenzhen | Sýsla | 12.280.242 | 13.300.000 |
| Hong Kong | Sérstjórnarhérað | 6.985.200 | 7.536.275 |
| Dongguan | Sýsla | 7.397.900 | 7.650.000 |
| Tianjin | hérað | 11.500.000 | 13.524.025 |
| Chongqing | hérað | 15.697.611 | 31.442.300 |
| Wuhan | Sveitarfélag | 8.331.671 | 9.400.000 |
| Harbin | Sveitarfélag | 6.340.878 | 8.499.000 |
| Shenyang | Sveitarfélag | 7.169.165 | 7.500.000 |
| Chengdu | Sveitarfélag | 9.080.788 | 11.300.000 |
Efnahagslíf
[breyta | breyta frumkóða]
Kína er annað stærsta hagkerfi heims miðað við verga landsframleiðslu að nafnvirði,[42] og það stærsta kaupmáttarjafnað.[43] Árið 2022 var hagkerfi Kína 18% af heimshagkerfinu miðað við landsframleiðslu að nafnvirði.[44] Kína er eitt af mestu hagvaxtarsvæðum heims,[45] með í kringum 6% hagvöxt að jafnaði á hverju ári eftir breytingar á efnahagsstefnu árið 1978.[46] Samkvæmt Alþjóðabankanum óx landsframleiðsla í Kína úr 150 milljörðum dala árið 1978 í 17,96 billjón dali árið 2022.[47] Kína er í 64. sæti á lista yfir lönd eftir landsframleiðslu á mann, sem gerir landið að efri-miðtekjulandi.[48] 135 af 500 stærstu fyrirtækjum heims eru með höfuðstöðvar í Kína.[49] Kína er með stærsta hlutafjármarkað og stærsta markað framvirkra samninga að minnsta kosti frá 2024, auk þess að vera með þriðja stærsta skuldabréfamarkað heims.[50]: 153
Sögulega var Kína eitt af stærstu efnahagsveldum heims stærstan hluta af síðustu 2000 árum,[51] en á þeim tíma gekk landið í gegnum mörg tímabil vaxtar og hnignunar.[52][53] Frá efnahagsumbótunum 1978 hefur Kína þróað fjölþætt hagkerfi og er orðið einn af mikilvægustu aðilum heimsmarkaðarins. Meðal iðngreina þar sem landið hefur mest forskot, eru framleiðsluiðnaður, smásala, námavinnsla, stáliðnaður, textíliðnaður, bílaiðnaður, orkuvinnsla (þar á meðal hreinorkuvinnsla), fjármálaþjónusta, rafeindaiðnaður, fjarskiptaþjónusta, fasteignamarkaður, netverslun og ferðaþjónusta. Í Kína eru þrjár af tíu stærstu kauphöllum heims:[54] Kauphöllin í Sjanghaí, Kauphöllin í Hong Kong og Kauphöllin í Shenzhen. Samanlagt markaðsvirði þeirra var meira en 15,9 billjónir árið 2020.[55] Í Kína eru auk þess þrjár af tíu helstu fjármálamiðstöðvum heims samkvæmt Global Financial Centres Index: Sjanghaí, Hong Kong og Shenzhen.[56]

Efnahagsstefnu Kína nútímans er oft lýst sem dæmi um ríkiskapítalisma eða flokksræðiskapítalisma.[58][59] Ríkið er ráðandi í ákveðnum lykilgeirum (undirstöðugreinum) eins og í orkuvinnslu og þungaiðnaði, en einkageirinn hefur líka stækkað gríðarlega. Árið 2008 voru um 30 milljón einkafyrirtæki skráð í landinu.[60][61][62] Samkvæmt opinberum tölum standa fyrirtæki í einkaeigu undir yfir 60% af landsframleiðslu í Kína.[63]
Kína hefur verið stærsta framleiðsluland heims frá 2010. Það ár tók Kína fram úr Bandaríkjunum sem höfðu verið helsta framleiðsluland heims síðustu 100 ár þar á undan.[64][65] Kína hefur líka verið annað stærsta hátækniframleiðsluland heims síðan 2012, samkvæmt Bandaríska rannsóknarsjóðnum.[66] Kína er með annan stærsta smásölumarkað heims á eftir Bandaríkjunum.[67] Kína er leiðandi á heimsvísu í netverslun, með 37% markaðshlutdeild árið 2021.[68] Bílaiðnaður Kína er talinn einn sá samkeppnishæfasti í heimi.[69] Kína er stærsti framleiðandi og neytandi rafbíla í heimi. Þar var um helmingur allra rafbíla heims framleiddur og keyptur árið 2022.[70] Kína er líka stærsti framleiðandi rafhlaða fyrir rafbíla, auk þess að framleiða mikið af lykilhráefnum fyrir framleiðslu rafhlaða.[71]
Íbúar
[breyta | breyta frumkóða]
Samkvæmt manntali 2020 var fjöldi íbúa Kína 1.411.778.724. Um 17,95% voru 14 ára eða yngri, 63,35% voru milli 15 og 59 ára, og 18,7% voru yfir 60 ára aldri.[72] Milli 2010 og 2020 var meðalfólksfjölgun 0,53%.[72]
Í Kína var opinber stefna að takmarka fjölda fæddra barna fyrir hverja fjölskyldu til þess að draga úr fólksfjölgun. Markið var tvö börn frá 1970 og aðeins eitt barn eftir 1979. Stefnan var óvinsæl og eftir miðjan 9. áratuginn hófu stjórnvöld að gera undantekningar, sérstaklega í dreifbýli. Í reynd voru mörkin því 1,5 barn á fjölskyldu frá um 1985 til 2015. Aðrir upprunahópar en Hankínverjar voru líka undanþegnir takmörkunum.[73] Í desember 2013 var enn slakað á mörkunum og fólki leyft að eignast tvö börn ef annað foreldrið var einkabarn.[74] Létt var á stefnunni í lok ársins 2015 og hverri fjölskyldu leyft að eiga tvö börn.[75][76] Þann 31. maí 2021 var tilkynnt um þriggja barna stefnu, vegna öldrunar þjóðarinnar,[76] og í júlí 2021 voru allar takmarkanir á stærð fjölskyldna og sektir fyrir brot á þeim numdar úr gildi.[77] Árið 2023 var frjósemishlutfall í Kína 1,09, sem er með því lægsta sem gerist í heiminum.[78] Árið 2023 áætlaði Hagstofa Kína að íbúum hefði fækkað um 850.000 milli 2021 og 2022, sem var fyrsta fólksfækkunin frá árinu 1961.[79]
Sumir telja að um 400 milljónir færri hafi fæðst en ella vegna stefnunnar,[80] en aðrir fræðimenn telja að takmarkanir á fjölda barna hafi lítil sem engin áhrif haft á fólksfjölgun[81] eða heildarmannfjölda.[82] Sú ályktun hefur þó líka verið gagnrýnd.[83] Þessi stefna, ásamt því að fjölskyldur kusu heldur að eignast drengi, kann að hafa skekkt kynjahlutföll fæddra barna í Kína.[84][85] Samkvæmt manntalinu 2020 voru karlar 51,2% mannfjöldans.[86] Kynjahlutfallið er samt jafnara en það var árið 1953 þegar karlar voru 51,8% íbúa.[87]
Trúarbrögð
[breyta | breyta frumkóða]Meðlimir kínverska kommúnistaflokksins eru trúleysingjar, en kínversk stjórnvöld leyfa venjulegu fólki að iðka trúarbrögð.
Í Kína má segja að þar sé að finna ekki eina þjóð heldur margar. Því er einungis hægt að tala um hefðbundna eða ríkjandi menningu og lífsstíl sem einkennir kínversku þjóðina. Kínversk menning og siðfræði er undir áhrifum konfúsíusarhyggju, daoisma, búddisma, Qi Gong og þjóðtrúar.
Fyrir um 2500 árum, á tímum Zhou ættarinnar þegar þar ríkti ófriður á milli smákónga lifðu þar tveir spekingar í Kína, Konfúsíus og Laó Tse. Þeir höfðu mikil áhrif og kenningar þeirra urðu nánast sem trúarbrögð. Konfúsíus trúði því að menn væru góðir að eðli en þeir þyrftu fræðslu. Hann trúði því að ef fólk fengu kennslu um rétta hegðun þá yrði friður en ekki lengur stríð. Fólk átti að hlusta á kennara eða höfðingja sem myndi sinna sínu fólki. Hinsvegar kenndi Laó Tse mönnum að þeir ættu að lifa einföldu lífi í líkingu við lögmál náttúrunnar. Hann hélt því fram að menn ættu að stunda íhugun og innlifun til að öðlast þroska. Bókin um veginn er talinn vera bók sem Laó Tse skrifað sem er enn mikið lesin.
Trúin er margvísleg og í hverjum héraði í Kína eru ólíkar tegundir af dýrkun iðkuð. Kínversk þjóðtrú byggist á dýrkun dreka, náttúruanda, goða og forfeðra.
Margir kínverjar trúa á Qi Gong, sem hefur verið löng hefð fyrir íhugun, líkamsæfinga og lífsorku. Markmiðið með því að stunda Qi er að fá hugarró og góða heilsu.
Daoismi er hluti af kínversku þjóðtrúnni og eru kínversk heimspeki og trúarbrögð (sem byggja á kenningum Laó Tse frá 4. öld f.kr.). en hann gengur út á það að lifa í sátt við Dao (veginn sem er undirliggjandi kraftur alheimsins).
Einnig líta margir á speki Konfúsíusar sem þýðingamikinn þátt í Kínverskri þjóðtrú. Konfúsíus var kínverskur heimspekingur sem hafði gífurleg áhrif á menningu í Kína og nágrannalanda.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sigrún Harðardóttir (1.9.2006). „Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst?“. Vísindavefurinn.
- ↑ Sverrir Jakobsson (20.10.2005). „Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?“. Vísindavefurinn.
- ↑ Jón Egill Eyþórsson (24.4.2007). „Fyrir hverju var barist í stúdentamótmælunum á Torgi hins himneska friðar? Hvernig brást stjórnin við?“. Vísindavefurinn.
- ↑ „Democracy Index 2023: Age of conflict“ (PDF). Economist Intelligence Unit (bresk enska). 2024. bls. 3.
- ↑ Geir Sigurðsson (13.8.2009). „Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?“. Vísindavefurinn.
- ↑ Cordesman, Anthony (1 október 2019). „China and the United States: Cooperation, Competition, and/or Conflict“. Center for Strategic and International Studies. Sótt 22. mars 2021.
- ↑ Geir Sigurðsson (28.8.2006). „Hvað getið þið sagt mér um kínverskt samfélag?“. Vísindavefurinn.
- ↑ „China“. UNESCO World Heritage Convention. Sótt 8.9.2025.
- 1 2 „China“. Oxford English Dictionary.
- ↑ Barbosa, Duarte (1946), Livro em que dá Relação do que Viu e Ouviu no Oriente (portúgalska), Lissabon, afrit af upprunalegu geymt þann 22. október 2008
- ↑ "China". The American Heritage Dictionary of the English Language (2000). Boston and New York: Houghton-Mifflin.
- 1 2 3 Wade, Geoff. "The Polity of Yelang and the Origin of the Name 'China'". Sino-Platonic Papers, No. 188, maí 2009, s. 20.
- ↑ Martino, Martin, Novus Atlas Sinensis, Vín 1655, Formáli, s. 2.
- ↑ Bodde, Derk (1978). Denis Twitchett; Michael Loewe (ritstjórar). The Cambridge History of China: Volume 1, The Ch'in and Han Empires, 221 BC – AD 220. bls. 20. ISBN 978-0-521-24327-8.
- ↑ Yule, Henry (1866). Cathay and the Way Thither. bls. 3–7. ISBN 978-81-206-1966-1.
- 1 2 Wilkinson, Endymion (2000), Chinese History: A Manual, Harvard-Yenching Institute Monograph No. 52, Cambridge: Harvard University Asia Center, bls. 132, ISBN 978-0-674-00249-4
- ↑ Tang, Xiaoyang; Guo, Sujian; Guo, Baogang (2010). Greater China in an Era of Globalization. Lanham, MD: Rowman & Littlefield Publishers. bls. 52–53. ISBN 978-0-7391-3534-1.
- ↑ „Two "Chinese" flags in Chinatown 美國唐人街兩面「中國」國旗之爭“. BBC.
- ↑ „Chou Hsi-wei on Conflict Zone“. Deutsche Welle. „So-called 'China', we call it 'Mainland', we are 'Taiwan'. Together we are 'China'.“
- ↑ „China-Taiwan Relations“. Council on Foreign Relations.
- ↑ „What's behind the China-Taiwan divide?“. BBC.
- ↑ Geir Sigurðsson (7.6.2021). „Hverjar voru helstu ástæður þess að Mongólar urðu að heimsveldi á miðöldum en ekki Kínverjar?“. Vísindavefurinn.
- ↑ „Nepal and China agree on Mount Everest's height“. BBC News. 8 apríl 2010. Afrit af uppruna á 12 júlí 2018. Sótt 18 janúar 2020.
- ↑ „Lowest Places on Earth“. National Park Service. 28 febrúar 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 febrúar 2015. Sótt 2. desember 2013.
- 1 2 „Why Is There Only 1 Time Zone in China?“. timeanddate.com. Sótt 28 ágúst 2025.
- ↑ „About time: One huge country, one time zone“. BBC News. 23. mars 2011. Sótt 28 ágúst 2025.
- ↑ Helga Kristín Kolbeins (8.7.2009). „Hvernig er stjórnarfarið í Kína?“. Vísindavefurinn.
- ↑ „Xi reiterates adherence to socialism with Chinese characteristics“. Xinhua News Agency. 5 janúar 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 1 febrúar 2016. Sótt 14 janúar 2020.
- ↑ „Constitution of the People's Republic of China“. National People's Congress. 20 nóvember 2019. Afrit af uppruna á 2 júlí 2023. Sótt 20. mars 2021.
- ↑ Wei, Changhao (11. mars 2018). „Annotated Translation: 2018 Amendment to the P.R.C. Constitution (Version 2.0)“. NPC Observer. Afrit af uppruna á 22. desember 2018. Sótt 22 ágúst 2019.
- ↑ „Democracy“. Decoding China. Heidelberg University. 4 febrúar 2021. Afrit af uppruna á 16 ágúst 2022. Sótt 22 ágúst 2022.
- ↑ Ringen, Stein (2016). The Perfect Dictatorship: China in the 21st Century. Hong Kong University Press. bls. 3. ISBN 978-9-8882-0893-7.
- ↑ Qian, Isabelle; Xiao, Muyi; Mozur, Paul; Cardia, Alexander (21 júní 2022). „Four Takeaways From a Times Investigation Into China's Expanding Surveillance State“. The New York Times. Afrit af uppruna á 16 janúar 2023. Sótt 23 júlí 2022.
- ↑ „Freedom in the World 2024: China“. Freedom House. 2024. Sótt 5 apríl 2024.
- ↑ „The global democracy index: how did countries perform in 2024?“. The Economist. 27 febrúar 2025. Sótt 27 febrúar 2025.
- ↑ Laikwan, Pang (2024). One and All: The Logic of Chinese Sovereignty. Stanford, CA: Stanford University Press. bls. 1. ISBN 978-1-5036-3881-5.
- ↑ „Administrative Division“. State Council of the People's Republic of China. 26 ágúst 2014. Afrit af uppruna á 9 júlí 2022. Sótt 19. desember 2022.
- ↑ Chang, Bi-yu (2015). Place, Identity, and National Imagination in Post-war Taiwan. Routledge. bls. 35–40, 46–60. ISBN 978-1-3176-5812-2.
- ↑ „What's behind China-Taiwan tensions?“. BBC News. 6 nóvember 2015. Afrit af uppruna á 7 nóvember 2015. Sótt 10 nóvember 2022.
- ↑ Brown, Kerry (2013). Contemporary China. Macmillan International Higher Education – University of Sydney. bls. 7. ISBN 978-1-1372-8159-3.
- ↑ „Liste des villes de Chine par nombre d'habitants“, Wikipédia (franska), 19. september 2021, sótt 2 ágúst 2022
- ↑ Kollewe, Justin McCurry Julia (14 febrúar 2011). „China overtakes Japan as world's second-largest economy“. The Guardian. Afrit af uppruna á 19 júlí 2019. Sótt 8 júlí 2019.
- ↑ „GDP PPP (World Bank)“. World Bank. 2018. Afrit af uppruna á 19 febrúar 2019. Sótt 18 febrúar 2019.
- ↑ „World Economic Outlook Database, April 2023“. International Monetary Fund. apríl 2023. Afrit af uppruna á 13 apríl 2023. Sótt 16 maí 2023.
- ↑ „Overview“. World Bank. Afrit af uppruna á 30. september 2020. Sótt 13. september 2020.
- ↑ „GDP growth (annual %) – China“. World Bank. Afrit af uppruna á 31 maí 2022. Sótt 25 maí 2018.
- ↑ „GDP (current US$) – China“. World Bank. Afrit af uppruna á 6. september 2019. Sótt 7 júlí 2023.
- ↑ „GDP PPP (World Bank)“. World Bank. 2018. Afrit af uppruna á 2. september 2019. Sótt 18 febrúar 2019.
- ↑ „Global 500“. Fortune Global 500. Afrit af uppruna á 16 janúar 2023. Sótt 3 ágúst 2023.
- ↑ Curtis, Simon; Klaus, Ian (2024). The Belt and Road City: Geopolitics, Urbanization, and China's Search for a New International Order. New Haven and London: Yale University Press. doi:10.2307/jj.11589102. ISBN 978-0-3002-6690-0. JSTOR jj.11589102.
- ↑ Maddison, Angus (2007). Contours of the World Economy 1–2030 AD: Essays in Macro-Economic History. Oxford University Press. bls. 379. ISBN 978-0-1916-4758-1.
- ↑ Dahlman, Carl J.; Aubert, Jean-Eric (2001). China and the Knowledge Economy: Seizing the 21st Century (Report). WBI Development Studies. Herndon, VA: World Bank Publications.
- ↑ „Angus Maddison. Chinese Economic Performance in the Long Run. Development Centre Studies“ (PDF). bls. 29. Afrit (PDF) af uppruna á 9 október 2022. Sótt 15. september 2017.
- ↑ „Top 10 Largest Stock Exchanges in the World By Market Capitalization“. ValueWalk. 19 febrúar 2019. Sótt 28 nóvember 2019.
- ↑ „China's Stock Market Tops $10 Trillion First Time Since 2015“. Bloomberg L.P. 13 október 2020. Afrit af uppruna á 31 október 2020. Sótt 28 október 2020.
- ↑ „GFCI 36 Rank – Long Finance“. www.longfinance.net. Sótt 24. september 2024.
- ↑ „World Bank World Development Indicators“. World Bank. Afrit af uppruna á 20. desember 2014. Sótt 8. desember 2014.
- ↑ Pearson, Margaret; Rithmire, Meg; Tsai, Kellee S. (1. september 2021). „Party-State Capitalism in China“. Current History. 120 (827): 207–213. doi:10.1525/curh.2021.120.827.207.
- ↑ Pearson, Margaret M.; Rithmire, Meg; Tsai, Kellee S. (1 október 2022). „China's Party-State Capitalism and International Backlash: From Interdependence to Insecurity“. International Security. 47 (2): 135–176. doi:10.1162/isec_a_00447.
- ↑ John Lee. "Putting Democracy in China on Hold". The Center for Independent Studies. 26 July 2008. Retrieved 16 July 2013.
- ↑ „China Is a Private-Sector Economy“. Bloomberg Businessweek. 22 ágúst 2005. Afrit af upprunalegu geymt þann 13 febrúar 2008. Sótt 27 apríl 2010.
- ↑ „Microsoft Word – China2bandes.doc“ (PDF). OECD. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 10 október 2008. Sótt 27 apríl 2010.
- ↑ Hancock, Tom (30. mars 2022). „China Crackdowns Shrink Private Sector's Slice of Big Business“. Bloomberg News. Afrit af uppruna á 28. mars 2024. Sótt 13 apríl 2023.
- ↑ Marsh, Peter (13. mars 2011). „China noses ahead as top goods producer“. Financial Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. desember 2022. Sótt 18 janúar 2020.
- ↑ Levinson, Marc (21 febrúar 2018). „U.S. Manufacturing in International Perspective“ (PDF). Federation of American Scientists. Afrit (PDF) af uppruna á 9 október 2022.
- ↑ „Report – S&E Indicators 2018“. nsf.gov. Afrit af uppruna á 23. september 2023. Sótt 8 júlí 2019.
- ↑ Shane, Daniel (23 janúar 2019). „China will overtake the US as the world's biggest retail market this year“. CNN. Afrit af uppruna á 25 apríl 2024. Sótt 18 febrúar 2019.
- ↑ Cameron, Isabel (9 ágúst 2022). „China continues to lead global ecommerce market with over $2 trillion sales in 2022“. Charged. Afrit af uppruna á 2. desember 2023. Sótt 19 maí 2023.
- ↑ Gelles, David; Sengupta, Somini; Bradsher, Keith; Plumer, Brad; Stevens, Harry (30 júní 2025). „There's a Race to Power the Future. China Is Pulling Away“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 30 júní 2025.
- ↑ Baraniuk, Chris (11 október 2022). „China's electric car market is booming but can it last?“. BBC News. Sótt 13 apríl 2023.
- ↑ „China Dominates the Global Lithium Battery Market“. Institute for Energy Research. 9. september 2020. Sótt 28. mars 2021.
- 1 2 „Communiqué of the Seventh National Population Census (No. 2)“. National Bureau of Statistics of China. 11 maí 2021. Afrit af uppruna á 11 maí 2021. Sótt 11 maí 2021.
- ↑ Kızlak, Kamuran (21 júní 2021). „Çin'de üç çocuk: Siz yapın, biz bakalım“ [Three children in China: You do it, we'll see]. BirGün (tyrkneska). Afrit af uppruna á 16 ágúst 2022.
- ↑ „China formalizes easing of one-child policy“. USA Today. 28. desember 2013. Sótt 16 maí 2023.
- ↑ Þórgnýr Einar Albertsson (28. desember 2015). „Tveggja barna stefna lögfest í Kína“. Vísir. Sótt 2. október 2019.
- 1 2 Birtles, Bill (31 maí 2021). „China introduces three-child policy to alleviate problem of ageing population“. ABC News. Sótt 31 maí 2021.
- ↑ Cheng, Evelyn (21 júlí 2021). „China scraps fines, will let families have as many children as they'd like“. CNBC. Sótt 29 apríl 2022.
- ↑ Qi, Liyan (19 ágúst 2023). „China's Fertility Rate Dropped Sharply, Study Shows“. The Wall Street Journal (bandarísk enska). Sótt 12. desember 2023.
- ↑ Ng, Kelly (17 janúar 2023). „China's population falls for first time since 1961“. BBC News. Sótt 17 janúar 2023.
- ↑ „China's relaxation of one-child policy to begin rolling out early next year“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. desember 2013. Sótt 25. desember 2013.
- ↑ Feng, Wang; Yong, Cai; Gu, Baochang (2012). „Population, Policy, and Politics: How Will History Judge China's One-Child Policy?“ (PDF). Population and Development Review. 38: 115–129. doi:10.1111/j.1728-4457.2013.00555.x. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6 júní 2019. Sótt 16 maí 2018.
- ↑ Whyte, Martin K.; Wang, Feng; Cai, Yong (2015). „Challenging Myths about China's One-Child Policy“ (PDF). The China Journal. 74: 144–159. doi:10.1086/681664. PMC 6701844. PMID 31431804. Afrit (PDF) af uppruna á 9 október 2022.
- ↑ Goodkind, Daniel (2017). „The Astonishing Population Averted by China's Birth Restrictions: Estimates, Nightmares, and Reprogrammed Ambitions“. Demography. 54 (4): 1375–1400. doi:10.1007/s13524-017-0595-x. PMID 28762036. S2CID 13656899.
- ↑ Parry, Simon (9 janúar 2005). „Shortage of girls forces China to criminalize selective abortion“. The Daily Telegraph. Afrit af uppruna á 10 janúar 2022. Sótt 22 október 2012.
- ↑ „Chinese facing shortage of wives“. BBC News. 12 janúar 2007. Sótt 23. mars 2009.
- ↑ „Communiqué of the Seventh National Population Census (No. 4)“. National Bureau of Statistics of China. 11 maí 2021. Sótt 16 maí 2023.
- ↑ „Chinese mainland gender ratios most balanced since 1950s: census data“. Xinhua News Agency. 20 október 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. september 2011. Sótt 19 maí 2023.