Fara í innihald

Tom Chambers

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tom Chambers
Chambers árið 2022
Persónulegar upplýsingar
Fæðingardagur21. júní 1959 (1959-06-21) (66 ára)
Ogden, Utah, Bandaríkin
Hæð208 cm (6 ft 10 in)
Þyngd100 kg (220 lb)
Körfuboltaferill
HáskóliUtah (1977–1981)
Nýliðaval NBA1981: 1. umferð, 8. valréttur
Valin af San Diego Clippers
Leikferill1981–1997
LeikstaðaFramherji
Liðsferill
1981–1983San Diego Clippers
1983–1988Seattle SuperSonics
1988–1993Phoenix Suns
1993–1995Utah Jazz
1995–1996Maccabi Tel Aviv
1997Charlotte Hornets
1997Philadelphia 76ers
Heildar tölfræði í NBA
Stig20.049 (18,1)
Fráköst6.703 (6,1)
Stoðsendingar2.283 (2,1)
Tölfræði á NBA.com Breyta á Wikidata
Tölfræði á Basketball Reference Breyta á Wikidata

Thomas Doane Chambers (fæddur 21. júní 1959) er bandarískur fyrrum körfuknattleiksmaður sem lék lengst af í NBA-deildinni, eða frá 1981 til 1997.

Chambers var valinn í nýliðavali NBA af San Diego Clippers árið 1981 og lék síðar með Seattle SuperSonics, Phoenix Suns, Utah Jazz, Charlotte Hornets og Philadelphia 76ers. Chambers átti sín bestu ár hjá Phoenix Suns, þar sem hann var fjórum sinnum valinn í Stjörnuleik NBA og var valinn besti leikmaður Stjörnuleiksins árið 1987. Hann lék seinna stuttlega í Ísrael með Maccabi Tel Aviv og varð Ísraelsmeistari með félaginu árið 1996.

Á NBA ferlinum skoraði hann 20.049 stig og er einn af fáum leikmönnum deildarinnar sem hafa náð 20.000 stigum án þess að vera kosnir í Heiðurshöll NBA.

Chambers er einnig þekktur fyrir troðslu sína yfir Mark Jackson, þáverandi leikmann New York Knicks, árið 1989. Troðslan varð fyrirmynd að óstöðvandi hreyfingu sem karakter hans gat notað í tölvuleiknum Lakers vs. Celtics and the NBA Playoffs sem gefinn var út af Electronic Arts.[1] Þegar Suns heiðruðu Chambers eftir að ferli hans lauk þá gáfu þeir honum bronsstyttu af honum troða yfir Jackson.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „15 Most Overpowered Sports Game Athletes Ever“. GameCrate (enska). Sótt 16. desember 2025.
  2. „HBD to 4 x NBA All-Star Tom Chambers“. Twitter.com (enska). Ballislife.com. Sótt 16. desember 2025.