Persaflói

Persaflói (persneska: Khalej Pars خلیج پارس, arabíska: Al-Khalij al-Farsi الخليج الفارسی) er flói sem liggur ívestur inn af Ómanflóa, milli Írans og Arabíuskagans. Persaflói tengist Ómanflóa um Hormússund. Í vestri sameinast árnar Tígris og Efrat og mynda árósana Shatt al-Arab. Flóinn er 989 kílómetrar að lengd og er grunnur, með dýpi sem fer aldrei yfir 60 metra.
Nafnið Persaflói hefur verið notað síðan í fornöld. Eftir 1960 tóku Arabaríkin upp nafnið Arabíski flóinn, en flest lönd og alþjóðastofnanir nota enn Persaflóa.
Lönd með strandlengju að Persaflóa, sem oft eru nefnd Persaflóaríkin, eru Íran, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádí-Arabía, Katar, Barein, Kúveit og Írak. Í flóanum eru einnig margar litlar eyjar.
Persaflóaríkin eru mikilvæg uppspretta hráolíu, og olíuiðnaðurinn er ríkjandi iðnaður á svæðinu.