Fara í innihald

Gran Chaco

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Gran Chaco.
Landslag Gran Chaco í Paragvæ.
Skógarhögg.

Gran Chaco er þurrt láglendissvæði í miðjuhluta Suður-Ameríku. Svæðið spannar nær 650.000 til milljón ferkílómetra í austur-Bólivíu, vestur-Paragvæ, norður-Argentínu og hluta Brasilíu. Svæðið er á vatnasviði Río de la Plata. Talsvert skógarhögg hefur verið stundað á svæðinu [1] en hluti þess hefur verið verndaður. Grasslétta, runnlendi og skógar eru meðal landslagsþátta.[2] Meðal spendýra eru jagúar, beltisdýr og hið sjaldséða chaco-villisvín (Catagonus wagneri) [3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Gran Chaco Ferðaheimur.is
  2. Southern South America: Bolivia, Paraguay, and Argentina WWF.org
  3. Hvað getið þið sagt mér um svín? Vísindavefurinn